Ferrari með nýja trjónu

Ný trjóna keppnisbíla Ferrari í bílskúr liðsis í Singapúr.
Ný trjóna keppnisbíla Ferrari í bílskúr liðsis í Singapúr. AFP

Ferr­ari mæt­ir til leiks í Singa­púr kapp­akstr­in­um með nýja trjónu á keppn­is­bíl­um sín­um.

Eft­ir góða sigra í síðustu tveim­ur mót­um, hinum hröðu braut­um í Spa og Monza,  er ekki við öðru bú­ist en að önn­ur lið muni gera til­kall til efsta þreps­ins á verðlaunap­all­in­um í Singa­púr á sunnu­dag, en þar eru braut­ar­eig­in­leik­ar ólík­ir þeim tveim­ur fyrr­nefndu.

Nýja væng Ferr­ari er ætlað að bæta getu bíls­ins í hæg­um beygj­um braut­ar­inn­ar í Singa­púr, en slík­ar beygj­ur voru akki­les­ar­hæll keppn­is­fáks liðsins allt árið í fyrra. Með út­færslu þess þykir sem Ferr­ari hafi sótt í vel­heppnaðar út­færsl­ur á trjón­um bíla bæði McLar­en, Alfa Romeo og Mercedes.
Keppnisbíll Sebastians Vettel á leið í skoðun í Singpúr með …
Keppn­is­bíll Sebastians Vettel á leið í skoðun í Sing­púr með nýju trjón­una áfesta. AFP
Keppnisbíll Sebastians Vettel á leið í skoðun í Singpúr með …
Keppn­is­bíll Sebastians Vettel á leið í skoðun í Sing­púr með nýju trjón­una áfesta. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert