Leclerc refsað tvöfalt

Max Verstappen (fjær) og Charles Leclerc skella saman í fyrstu …
Max Verstappen (fjær) og Charles Leclerc skella saman í fyrstu beygjunni eftir ræsinguna í Suzuka. AFP

Char­les Lecerc hef­ur verið beitt­ur tvö­faldri refs­ingu í jap­anska kapp­akstr­in­um að hon­um lokn­um. Færðist hann við það úr sjötta sæti í það sjö­unda og lyfti það Daniel Ricciar­do á Renault upp í sjötta sætið.

Leclerc hlaut 10 sek­úndna refsi­víti fyr­ir að aka óör­ugg­um bíl eft­ir samstuð þeirra Max Verstapp­en í fyrstu beygju en við það brotnaði hluti af fram­væng Ferr­arifáks­ins.

Þá hlaut hann 5 sek­úndna víti fyr­ir sjálf­an árekst­ur­inn. Með öðrum orðum var 15 sek­únd­um bætt við loka­tíma hans og við það féll hann um eitt sæti í end­an­leg­um úr­slit­um kapp­akst­urs­ins.

Charles Leclerc með verðlaun fyrir að vinna ráspólinn í Suzuka, …
Char­les Leclerc með verðlaun fyr­ir að vinna rá­spól­inn í Suzuka, en þar varð Sebastian Vettel (t.h.) ann­ar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert