Verstappen á ráspól

Max Verstappen í Mexíkó.
Max Verstappen í Mexíkó. AFP

Max Verstappen á Red Bull var í þessu að vinna ráspól Mexíkókappakstursins og í næstu tvemur sætum urðu Ferrarimennirnir Charles Leclerc og Sebastian Vettel. Þetta er annar ráspól Vestappen á ferlinum.

Á síðustu sekúndum tímatökunnar skall Valtteri Bottas á Mercedes harkalega á öryggisvegg. Tími hans úr fyrri tímatilrauninni í lokalotunni dugði til sjötta sætir en liðsfélagi hans, Lewis Hamilton hreppti aðeins fjórða sætið á rásmarkinu.

Milli þeirra Mercedesmannanna varð Alexander Albon á Red Bull og í sætum sjö til tíu - í þessari röð - urðu Carlos Sainz og Lando Norris á McLaren og Daniil Kvyat og Pierre Gasly á Toro Rosso.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka