Sviptur ráspólnum

Max Verstappen (t.v.) ræðir við Charles Leclerc eftir keppnina um …
Max Verstappen (t.v.) ræðir við Charles Leclerc eftir keppnina um ráspólinn í Mexíkó en hann var síðar sviptur pólnum og hefur Leclerc því keppni fremstur í dag. AFP

Max Verstappen á Red Bull hefur verið sviptur ráspól mexíkóska kappakstursins og færður aftur á þriðja rásstað fyrir keppnina síðdegis.

Í ljós  kom að Verstappen sló ekkert af hraðanum þegar Valtteri Bottas á Mercedes skall á öryggisvegg þótt gulum flöggum væri veifað framan í hann. Skylt er að slá af ferðinni á þeim svæðum sem gulum er flaggað á. Var Verstappen eini ökumaðurinn sem það gerði ekki í lokaatlögu ökumanna að tíma.

Charles Leclerk og Sebastian Vettel á Ferrari færast fyrir vikið í fyrsta og annað sætið á rásmarki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert