Hundraðasti kappakstur Verstappen

Max Verstappen á blaðamannafundi í Austin í Texas í dag.
Max Verstappen á blaðamannafundi í Austin í Texas í dag. AFP

Max Verstappen hjá Red Bull telur sig „tiltölulega samkeppnisfæran“ í bandaríska kappakstrinum sem fram fer um helgina í Austin í Texas.

Mótið í Austin er hundraðasti kappakstur hins 22 ára gamla Verstappen í formúlu-1. Í Mexíkó um síðustu helgi var hann sviptur ráspól fyrir að hægja ekki ferðina undir gulum flöggum á lokasekúndum  tímatökunnar.

„Brautin í Austin er svöl og fínt að halda upp á tímamótin þar. Ég kann vel við Bandaríkin, ekki síst Texas. Brautin geðjast mér þó hún sé nokkuð óslétt af nýrri braut að vera. Í henni eru nokkrar beygjur af gamla skólanum sem gerir hana skemmtilega. Hún ætti að henta bílnum mínum,“ segir Verstappen.

Hann segir hið óvænta geta gerst í Austin með mörgum stöðum mögulegum til framúraksturs á brautarhringnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert