Fljótastur en klessti svo

Alexander Albon á bíl Red Bull í Sao í dag.
Alexander Albon á bíl Red Bull í Sao í dag. AFP

Alexander Albon hjá  Red Bull fagnaði endurráðningu sinni í vikunni með því að setja hraðasta hring fyrstu æfingar keppnishelgarinnar í Sao Paulo í Brasilíu. Lyktaði akstrinum undir lokin með hörðum skelli á öryggisvegg.

Brautin var rök eftir næturrigninga og þeir sem spöruðu bílana sína voru Lewis Hamilton hjá Mercedes og Max Verstappen hjá Red Bull. Óku þeir aðeinsþrjá úthringi og beint aftur inn að bílskúr. Fengu þeir því enga brautartíma.

Næsthraðast ók Valtteri Bottas á Mercedes og þriðja besta hringinn átti svo Sebastian Vettel á Ferrari en hann va r 0,9 sekúndum lengur í förum en Albon. 

Í sætum fjögur til tíu á lista yfir hröðustu hringi æfingarinnar urðu - í þessari röð - Charles Leclerc á Ferrari, Carlos Sains á McLaren, Nico Hülkenberg og Daniel Ricciardo á Renault, Pierre Gasly og Daniil Kvyat á Toro Rosso og Lando Norris á McLaren.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert