Leclerc hjá Ferrari út 2024

Charles Leclerc er bundinn Ferrari til langframa.
Charles Leclerc er bundinn Ferrari til langframa. AFP

Mónakó­maður­inn ungi, Char­les Leclerc, hef­ur skrifað und­ir nýj­an samn­ing við Ferr­ari og skuld­bundið  sig til að keppa fyr­ir það út árið 2024.

„Yfir mig ánægður,“ sagði hinn 22 ára gamli Leclerc um ráðning­una sem þýðir að hann kepp­ir alla vega næstu fimm árin fyr­ir Ferr­ari.

Leclerc vakti í fyrra mikla at­hygli með getu sinni og færni á fyrsta ár­inu með Ferr­ari. Vann hann sjö rá­spóla eða fleiri en nokk­ur ann­ar ökumaður og tvö mót, í Spa Francorchamps í Belg­íu og Monza á Ítal­íu.

„Ég er afar þakk­lát­ur fyr­ir að fá að keppa við þvíum­líkt lið,“ sagði Leclerc. „Ég hef lært svo mikið á fyrsta ár­inu í röðum þess og áfram­ráðning­in er frá­bært upp­haf til að byggja öfl­ugt sam­band við liðið.“  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert