Einbeita sér að því að auka aflið

Valtteri Bottas
Valtteri Bottas AFP

Mercedesliðið í formúlu- hefur freistað þess í vetur að auka afl keppnisbíla sinna til að minnka forskotið sem Ferrarivélin hefur.

Tókst ítalska liðinu á seinni helmingi keppnistíðarinnar 2019 að auka talsvert hraða Ferraribílsins á löngum beinum köflum kappakstursbrauta og hafði þar yfirhöndina á Mercedes.

Þýska liðið hefur brugðist við því með því að einbeita sér að því í vetur að minnka loftmótstöðu síns bíls og ná fleiri hestöflum út úr keppnisvélinni, að sögn finnska ökumannsins Valtteri Bottas.

Bottas virðist ánægður með hvernig til hefur tekist og hrósað færni tæknimanna liðsins. Hann segir styrkleika Mercedes í fyrra verið í hægum beygjum. „Ég held að vélrænt séð og straumfræðilega hafi geta bílsins og rásfesta verið styrkur okkar Okkur hefur einnig tekist að leysa mörg vandamál sem hrjáðu okkur,“ segir Bottas.

Mercedes varð heimsmeistari bílsmiða í fyrra og var það sjötti titill liðsins í röð. Vann það 15 mót af 21 á allri vertíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert