Keppnisliðið Racing Point í formúlu-1 skiptir um nafn að lokinni komandi keppnistíð og heita þá Aston Martin F1works team.
Kanadíski auðkýfingurinn Lance Stroll hefur keypt 16,7% hlut í breska lúxus- og sportbílasmiðnum fyrir 182 milljónir sterlingspunda.
Samkomulagið sem Stroll hefur gert gildir til 10 ára. Hann yfirtók á sínum tíma Force India liðsins á miðri keppnistíðinni 2018 og bjargaði því undan fallöxi skiptastjóra.
Aston Martin hefur verið aðal styrktaraðili Red Bull frá 2018 en í ljósi síðustu sviptinga þarf Red Bull að finna sér nýjan styrktaraðila.