Alesi spáir Leclerc titli fljótt

Charles Leclerc var viðstaddur verðlaunaafhendingu Mónakórallsins í janúar.
Charles Leclerc var viðstaddur verðlaunaafhendingu Mónakórallsins í janúar. AFP

Fyrr­ver­andi formúlu-1 kapp­inn  Jean Al­esi seg­ist á því að ungi ökumaður­inn Char­les Leclerc verði heims­meist­ari öku­manna í formúl­unni inn­an nokk­urra ára.

Leclerc hóf keppni í formúlu-1 í hitteðfyrra, með Sauber. Ferr­ari kallaði þenn­an skjól­stæðing sinn svo til starfa fyr­ir 2019-vertíðina.  

Þar keppti hann við Sebastian Vettel sem á sín­um tíma varð heims­meist­ari öku­manna fjór­um sinn­um. Hvað eft­ir annað hafði Leclerc bet­ur í inn­byrðis viður­eign þeirra.  Stóð hann uppi stiga­hærri þegar vertíðinni lauk.  

Vertíðin var ann­ars full von­brigða fyr­ir Ferr­ariliðið. Í stað þess að keppa við Mercedes um æðstu met­orð formúl­unn­ar vann hið forn­fræga lið aðeins þrjú mót 2019, öll á seinni helm­ingi keppn­istíðar­inn­ar.
 
Tvo af sigr­in­um þrem­ur vann Leclerc en einnig vann hann rá­spól sjö móta, eða fleir en nokk­ur ann­ar ökumaður af­rek­arði 2019. „Tví­mæla­laust verður hann heims­meist­ari öku­manna bráðlega. Hann er hálf­gert und­ur að getu,“ sagði Al­esi við ít­ölsku út­varps­stöðina Rai Radio 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert