Leclerc prófaði 18 tommu dekk

18 tommu dekk sem Ferrari profaði í Jerez.
18 tommu dekk sem Ferrari profaði í Jerez.

Charles Leclerc hjá Ferrari ók formúlubíl fyrstur manna á árinu er hann hóf þróunarakstur fyrir dekkjafyrirtækið Pirelli í Jerez á Spáni.

Formúluliðin öll munu árið út í gegn sinna umfangsmiklum þróunarakstri fyrir Pirelli með 18 tommu dekk sem sett verða undir keppnnisbílana áanæsta ári, 2021.

Leclerc ók samtals 130 hringi í brautinni í Jerez sem er 4.428 metra löng. Brúkaði Ferrari umbreytta útgáfu af 2019 bílnum til að fá sem gleggstar og nákvæmastar upplýsingarum dekkin.

Engar ljósmyndir eru til af akstrinum þar sem Ferrari synjaði Pirelli um leyfi til að birta myndir af bílnum.

Aðstæður voru eins og best verður á kosið, lofthitinn skaust upp fyrir 20°C og brautarhitinn mældist 25°C.

Þróunarakstur Pirelli í ár fer annars fram sem hér segir:

18 tommu dekk sem Ferrari profaði í Jerez í gær.
18 tommu dekk sem Ferrari profaði í Jerez í gær.


8. febrúar, Jerez - Ferrari
5. mars, Fiorano - regndekk - Ferrari
24. mars, Sakhir - Renault
25. mars, Sakhir - Mercedes
12. maí Barcelona - Red Bull/Alfa Romeo/Renault
13. maí,  Barcelona - Red Bull/Alfa Romeo
26. maí, Paul Ricard - regndekk -  Red Bull
27. maí, Paul Ricard - regndekk - Red Bull
7. júlí, Red Bull Ring - AlphaTauri
8. júlí, Red Bull Ring - AlphaTauri
21. júlí, Silverstone - Racing Point/Williams/McLaren
22. júlí, Silverstone - Racing Point/Williams
8. september, Paul Ricard - McLaren
9. september, Paul Ricard - Mercedes/Ferrari
10. september, Paul Ricard - regndekk - Mercedes
11. september, Paul Ricard - regndekk - Mercedes
13. október, Suzuka - Haas
14. október, Suzuka - Haas

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka