Leclerc prófaði 18 tommu dekk

18 tommu dekk sem Ferrari profaði í Jerez.
18 tommu dekk sem Ferrari profaði í Jerez.

Char­les Leclerc hjá Ferr­ari ók formúlu­bíl fyrst­ur manna á ár­inu er hann hóf þró­unar­akst­ur fyr­ir dekkja­fyr­ir­tækið Pirelli í Jerez á Spáni.

Formúluliðin öll munu árið út í gegn sinna um­fangs­mikl­um þró­unar­akstri fyr­ir Pirelli með 18 tommu dekk sem sett verða und­ir keppnn­is­bíl­ana áa­næsta ári, 2021.

Leclerc ók sam­tals 130 hringi í braut­inni í Jerez sem er 4.428 metra löng. Brúkaði Ferr­ari umbreytta út­gáfu af 2019 bíln­um til að fá sem gleggst­ar og ná­kvæm­ast­ar upp­lýs­ing­ar­um dekk­in.

Eng­ar ljós­mynd­ir eru til af akstr­in­um þar sem Ferr­ari synjaði Pirelli um leyfi til að birta mynd­ir af bíln­um.

Aðstæður voru eins og best verður á kosið, loft­hit­inn skaust upp fyr­ir 20°C og braut­ar­hit­inn mæld­ist 25°C.

Þró­unar­akst­ur Pirelli í ár fer ann­ars fram sem hér seg­ir:

18 tommu dekk sem Ferrari profaði í Jerez í gær.
18 tommu dekk sem Ferr­ari profaði í Jerez í gær.


8. fe­brú­ar, Jerez - Ferr­ari
5. mars, Fiorano - regndekk - Ferr­ari
24. mars, Sak­hir - Renault
25. mars, Sak­hir - Mercedes
12. maí Barcelona - Red Bull/​Alfa Romeo/​Renault
13. maí,  Barcelona - Red Bull/​Alfa Romeo
26. maí, Paul Ricard - regndekk -  Red Bull
27. maí, Paul Ricard - regndekk - Red Bull
7. júlí, Red Bull Ring - Alp­haTauri
8. júlí, Red Bull Ring - Alp­haTauri
21. júlí, Sil­verst­one - Rac­ing Po­int/​Williams/​McLar­en
22. júlí, Sil­verst­one - Rac­ing Po­int/​Williams
8. sept­em­ber, Paul Ricard - McLar­en
9. sept­em­ber, Paul Ricard - Mercedes/​Ferr­ari
10. sept­em­ber, Paul Ricard - regndekk - Mercedes
11. sept­em­ber, Paul Ricard - regndekk - Mercedes
13. októ­ber, Suzuka - Haas
14. októ­ber, Suzuka - Haas

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert