Kubica sló öllum við

Robert Kubica á Alfa Romeo í Katalóníuhringnum í Barcelona.
Robert Kubica á Alfa Romeo í Katalóníuhringnum í Barcelona. AFP

Robert Kubica, þróunarökumaður Alfa Romeo, ók hraðast allra í dag, á fyrsta degi seinni reynsluaksturslotu formúluliðanna í Barcelona.

Nítján ökumenn voru að störfum í Barcelona í dag en Haas-liðið var hið eina sem ekki víxlaði ökumönnum sínum á hádegi. Besti hringur Kubica mældist 1:16,942 mín. sem er besti tími þróunarakstursins til þessa. Topptíma síðustu viku átti Lewis Hamilton á Mercedes og var hann 1:16,976 mín.

Max Verstappen á Red Bull ók næsthraðast og þriðji á töflu yfir bestu hringi ökumannanna varð Sergio Perez á Racing Point. Daniil Kvyat á hinum endurnefnda AlphaTauri varð í fjórða sæti, liðsfélagi hans Pierre Gasly fimmti og sjötti Alexander Albon hjá Red Bull.

Lewis Hamilton og Valtteri Bottas hjá Mercedes urðu í sjöunda og níunda sæti en upp á milli þeirra komst Lance Stroll á Racing Point. Sebastian Vettel hjá Ferrari átti svo tíunda besta hringinn, 1:18,113 mín.

Enginn ökumanna Renault, Williams og McLaren komst í hóp 10 hraðskreiðustu, en Daniel Ricciardo á Renault var þó aðeins 0,1 sekúndu lengur með hringinn en Vettel.

Robert Kubica á Alfa Romeo í Katalóníuhringnum í Barcelona.
Robert Kubica á Alfa Romeo í Katalóníuhringnum í Barcelona. AFP
Robert Kubica á Alfa Romeo í Katalóníuhringnum í Barcelona.
Robert Kubica á Alfa Romeo í Katalóníuhringnum í Barcelona. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert