Íhugaði að hvíla sig á keppni

Lewis Hamilton á blaðamannafundi í Albertsgarði í Melbourne daginn sem …
Lewis Hamilton á blaðamannafundi í Albertsgarði í Melbourne daginn sem keppni var aflýst vegna kórónuvírusfaraldursins. AFP

Lewis Hamilton, sexfaldur heimsmeistari í formúlu-1, íhugaði alvarlega að taka sér frá frá íþróttinni í eitt ár til að hvíla bæði hug sinn og líkama.

Á síðustu sex árum vann  Hamilton heimsmeistaratitil ökumanna fimm sinnum og tók hvert formúlumetið af öðru í leiðinni. Fyrrverandi liðsfélagi hans, Nico Rosberg, bar sigurorð af Hamilton í titilslagnum 2016 og ákvað strax að titlinum fengnum að draga sig úr keppni og hætta.

Hamilton játar að hafa íhugað að setja aðra hluti í forgang en segist hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri ekki skynsamlegt hvíla sig þegar hann væri í sínu albesta formi. Tæknibreytingarnar væru svo hraðar að hann yrði að geta haft í fullu tré við bíl sinn. „Það er einfaldlega ekki í kortunum að taka sér frí,“ segir hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka