Íhugaði að hvíla sig á keppni

Lewis Hamilton á blaðamannafundi í Albertsgarði í Melbourne daginn sem …
Lewis Hamilton á blaðamannafundi í Albertsgarði í Melbourne daginn sem keppni var aflýst vegna kórónuvírusfaraldursins. AFP

Lew­is Hamilt­on, sex­fald­ur heims­meist­ari í formúlu-1, íhugaði al­var­lega að taka sér frá frá íþrótt­inni í eitt ár til að hvíla bæði hug sinn og lík­ama.

Á síðustu sex árum vann  Hamilt­on heims­meist­ara­titil öku­manna fimm sinn­um og tók hvert formúlu­metið af öðru í leiðinni. Fyrr­ver­andi liðsfé­lagi hans, Nico Ros­berg, bar sigur­orð af Hamilt­on í titilslagn­um 2016 og ákvað strax að titl­in­um fengn­um að draga sig úr keppni og hætta.

Hamilt­on ját­ar að hafa íhugað að setja aðra hluti í for­gang en seg­ist hafa kom­ist að þeirri niður­stöðu að það væri ekki skyn­sam­legt hvíla sig þegar hann væri í sínu al­besta formi. Tækni­breyt­ing­arn­ar væru svo hraðar að hann yrði að geta haft í fullu tré við bíl sinn. „Það er ein­fald­lega ekki í kort­un­um að taka sér frí,“ seg­ir hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert