Sainz í stað Vettels

Carlos Sainz fer til Ferrari frá McLaren.
Carlos Sainz fer til Ferrari frá McLaren. AFP

Ferrari staðfesti nú í morgun, að Carlos Sainz hafi verið ráðinn til að leysa Sebastian Vettel af hólmi hjá Ferrari frá og með næstu áramótum. 

Hefur Sainz gert samning til tveggja ára  og verður þar með liðsfélagi Charles Leclerc. Hann er 25 ára gamall og verður sjötti ökumaðurinn til að keppa fyrir Ferrari frá 2010 og þriðji Spánverjinn í sögunni sem keppir fyrir ítalska liðið.

„Ég er ánægður að geta tilkynnt, að Carlos mun ganga til liðs við Scuderia Ferrari frá og með vertíðarbyrjun 2021. Hann á nú þegar fimm keppnistíðir að baki og sýnt og sannað á þeim tíma mikla hæfileika. Tæknileg færni og hugarfar ætti að gera honum auðvelt að samlagast okkar hópi,“ sagði liðsstjóri Ferrari, Mattia Binotto.

Carlos Sainz.
Carlos Sainz. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka