Arftaki Binotto sagður fundinn

Hitnað hefur verulega undir Mattia Binotto liðsstjóra Ferrari.
Hitnað hefur verulega undir Mattia Binotto liðsstjóra Ferrari. AFP

Dag­ar Mattia Binotto sem liðsstjóra Ferr­ari virðast svo gott sem tald­ir og gefa ít­alsk­ir fjöl­miðlar í skyn að eft­ir­maður hans sé fund­inn. Rifu blöðin og tættu Ferr­ariliðið í sig eftr ófar­irn­ar í Spiel­berg fyr­ir viku en þar féll báðir skarlats­rauðu fák­arn­ir úr leik eft­ir samstuð snemma á fyrsta hring.

Ferr­ari á við al­var­lega kreppu að stríð eft­ir aðeins tvö mót. „Fund­ur stóð lengi yfir í Mara­nello í vik­unni til að finna út hvað gera þyrfti við bíl­ana fyr­ir ung­verska kapp­akst­ur­inn,“ sagði íþrótta­dag­blaðið Corri­ere della Sera.

Hermt er að fleiri nýir flet­ir er áhrif hafa á loftafl og straum­lín­ur Ferr­ari­bíls­ins verði sett­ir á bíl­inn fyr­ir keppn­ina í Búdapest. Fylg­ir það sögu að yf­ir­menn Binotto, John Elk­ann og Lou­is Camilleri, séu reiðubún­ir að grípa til „vægðarlausra ráðstaf­ana“ taki bíl­inn ekki skjót­um fram­förum.

„Þeir eru meir að  segja með áætl­un um eft­ir­mann [Binotto]: Ant­onello Coletta,“ bæt­ir blaðið við. Coletta er yf­ir­maður íþrótta­deild­ar Ferr­ari og stýr­ir m.a. þátt­töku Ferr­ari í götu­bíla­keppni, GT.

Við svo rót­tæk­ar aðgerðir njóta stjórn­end­ur Ferr­ari stuðnings margra ít­ölsku fjöl­miðlanna.´Í því sam­bandi sagði La Gazzetta dello Sport: „Þegar það sem fer í kök­una er gott þá hlýt­ur það að vera bak­ar­inn sem kann ekki að baka.“

Ekki er víst að Binotto verði af­munstraður ef marka má þýsku sjón­varps­stöðina RTL. Hún seg­ir að Binotto gæti haldið vinn­unni út vertíðina að minsta kosti.

Fyrr­ver­andi Renault­stjór­inn Flavio Briatore seg­ir vand­ræði Ferr­ari það mik­il að meir að segja myndi það lítið laga þótt liðið fengi Lew­is Hamilt­on til liðs við sig. „Ferr­ari hef­ur ekk­ert unnið um ára­bil. Vand­inn ligg­ur í straum­fræði bíls­ins, og nú virðist vél­in líka vanda­mál,“ seg­ir Briatore við blaðið Tuttosport.

„Væri ég Binotto myndi ég af­skrifa þetta ár og líka það næsta og und­ir­búa held­ur 2022-bíl­inn vegna nýrra regla sem þá koma til fram­kvæmda. Ég myndi ekki hika við það,“ seg­ir Briatore.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert