Bítast um Vettel

Sebastian Vettel með liðsfélögum sínum.
Sebastian Vettel með liðsfélögum sínum. AFP

Eft­ir­spurn eft­ir störf­um Sebastians Vettels er nóg þótt Ferr­ari vilji hann ekki leng­ur í sín­um her­búðum. Munu bæði Ast­on Mart­in og Rac­ing Po­int bít­ast um hann fyr­ir næsta ár.

Vettel er sagður hafa fengið í hend­ur drög að samn­ingi hjá Ast­on Mart­in for 2021. Einnig fljúga fiski­sög­ur um að heims­meist­ar­inn muni keppa um ókom­in ár með Rac­ing Po­int. Útbreidd­asta blað Þýska­lands, Bild, seg­ir að svo geti farið að Vettel leysi Sergio Perez af hólmi þar.

Það flæk­ir málið að Perez og liðsfé­lagi hans Lance Stroll eru bundn­ir liðinu næstu tvö árin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka