Ráða Russell og Latifi út 2021

Nicholas Latifi á Williamsbílnum í Austurríki.
Nicholas Latifi á Williamsbílnum í Austurríki. AFP

Williamsliðið er ekkert að tvínóna við hlutina þótt keppnistíðin sé vart byrjuð. Hefur liðið framlengt ráðningarsamninga við George Russell og Nicholas Latifi fyrir næsta ár, 2021.

Russell þreytti frumraun í formúlu-1 með Williams í fyrra en þá gekk  honum allt í mót og jafnan meðal öftustu bíla.

Með ráðningunni er bundinn endi á vangaveltur um að hann væri á leiðinni til Mercedes sem á ráðningarrétt á honum.

Nicholas Latifi þreytti frumraun sína í formúlu-1 fyrir hálfum mánuði í austurríska kappakstrinum í Spielberg. Kláraði hann keppni í 11. sæti.

Þátttaka Williams í formúlu-1 er annars í lausu lofti eftir að liðið tilkynnti fyrr í sumar að það væri. Munu þreifingar og viðræður við áhugasama aðila hafa átt sér stað undanfarið í til sölu.

Nicholas Latifi.
Nicholas Latifi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert