Þrjú met á leið til ráspóls

Lewis Hamilton (framar) og Valtteri Bottas í tímatökunni í Búdapest …
Lewis Hamilton (framar) og Valtteri Bottas í tímatökunni í Búdapest en þar höfðu þeir mikla yfirburði AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes var einkar öflugur í tímatöku ungverska kappakstursins sem var að ljúka í Búdapest. Setti hann brautarmet í hverri lotu en liðsfélagi hans Valtteri Bottas andaði ætíð niður hálsmálið og var á endanum aðeins 0,1 sekúndu á eftir.

Frammistaða bíla Racing Point var einnig mjög athyglisverð þar sem Lance Stroll hreppti þriðja sætið og Sergi Perez það fjórða. Voru þeir sekúndu lengur með hringinn en ökumann Mercedes.

Á þriðju  rásröðinni í kappakstri morgundagsins verða báðir bílar Ferrari; Sebastian Vettel í fimmta sæti og  Charles Leclerc í því sjötta. 

Max Verstappen á Red Bull hefur sigrað í keppni í Búdaapest og gerði  sér vonir um toppsæti nú, en aðeins sjöunda sæti á rásmarki á eftir að gera honum honum erfitt fyrir.

Lando Norris og  Carlos Sainz hjá McLaren urðu í áttunda og níunda sæti og í því tíunda Pierre Gasaly á Alpha Tauri. Hann tók þó ekki þátt í akstrinum í þriðju lotu vegna bilunar í vél.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka