Hamilton vann

Lewis Hamilton ekur yfir endamarkslínuna í Spa-Francorchamps rétt í þessu.
Lewis Hamilton ekur yfir endamarkslínuna í Spa-Francorchamps rétt í þessu. AFP

Lew­is Hamilt­on á Mercedes var í þessu að vinna belg­íska kapp­akst­ur­inn í Spa-Francorchamps, ann­ar varð liðsfé­lagi hans Valtteri Bottas og þriðji Max Verstapp­en á Red Bull. Daniel Ricciar­do á Renault varð fjórði og setti hraðasta hring dags­ins á loka­hringj­un­um.

Ágæti og fram­far­ir Renault­bíls­ins und­ir­strikaði svo Esteb­an Ocon með því að vinna sig upp í fimmta sætið. Á stjórn­palli Ferr­ari voru menn í dapr­ara lagi þar sem þeir Sebastian Vettel og Char­les Leclerc óku yfir marklín­una í aðeins þrett­ánda og fjór­tánda sæti, 75 sek­únd­um á eft­ir heims­meist­ar­an­um í fyrsta sæti.

Hamilt­on var eig­in­lega aldrei ógnað og virt­ist sem Bottas hafi verið meinað á fyrstu hringj­un­um að leggja til at­lögu við hann. Varð hann 8,5 sek­únd­um á und­an og sjö sek­únd­ur skildu Bottas og Verstapp­en að. Ricciar­do varð svo aðeins þrem­ur sek­únd­um á eft­ir Max.

Í sæt­um sex til tíu - í þess­ari röð - urðu Alex Al­bon á Red Bull, Lando Norr­is á McLar­en, Pier­re Gas­ly á Alpha Tauri,  Lance Stroll og Sergio Perez á Rac­ing Po­int.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert