Hamilton með væna forystu

Ferrari er talsvert á eftir toppliðunum en það keppir á …
Ferrari er talsvert á eftir toppliðunum en það keppir á heimavelli á Ítalíu í dag. AFP

Fyr­ir kapp­akst­ur helgar­inn­ar í Monza á Ítal­íu hef­ur Lew­is Hamilt­on hjá­Mercedes væna for­ystu í stiga­keppn­inni um heims­meist­ara­titil öku­manna í formúlu-1.

Þegar sjö mót­um af 13 er lokið hef­ur Hamilt­on hlotið 157 stig, Max Verstapp­en hjá Red Bull 110 og Vall­teri Bottas hjá Mercedes 107.

Ann­ars hef­ur öku­mönn­um afl­ast stig sem hér seg­ir: Alex Al­bon á Red Bull 48, Char­les Leclerc á Ferr­ari 45, Lando Norr­is á McLar­en 45, Lance Stroll á Rac­ing Po­int 42, Daniel Ricciar­do á Renault 33, Sergio Perez á Rac­ing Po­int 33, Esteba Ocon á Renault 26, Car­los Sainz á McLar­en 23, Pier­re Gas­ly á Alpha Tauri 18, Sebastian Vettel á Ferr­ari 16, Nico Hül­ken­berg á Rac­ing Po­int 6, Ant­onio Gi­ovinazzi 2, Daniil Kvyat á Alpha Tauri 2 og Kevin Magn­us­sen á Haas er með eitt stig í 17 sæti.

Fjór­ir öku­menn eru enn án­stiga, eða Nicolas Latifi á Williams, Kimi Räikkön­en á Alfa Romeo, Geor­ge Rus­sel á  Williams og Romain Grosj­e­an á Haas.

Í keppni liðanna hef­ur Mercedes 264, Red Bull, Rac­ing Po­int 158, McLar­en 68, Ferr­ari 61, Renault 59, Alpha Tauri 20, Alfa Romeo2, Haas 1 og Williams ekki neitt stig.

Lewis Hamilton á æfingu í Monza í gær.
Lew­is Hamilt­on á æf­ingu í Monza í gær. AFP
Lewis Hamilton á ferð í Monza í gær og í …
Lew­is Hamilt­on á ferð í Monza í gær og í humátt er Max Verstapp­en á Red Bull. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert