Hörkuslagur milli liðsfélaganna

Lewis Hamilton á ferð í tímatökunni í Monza.
Lewis Hamilton á ferð í tímatökunni í Monza. AFP

Tíma­töku ít­alska kapp­akst­urs­ins í Monza var að ljúka í þessu og ein­kennd­ist hún af rammri rimmu liðsfé­lag­anna hjá Mercedes, Lew­is Hamilt­ons og Valtterys Bottas, og féll braut­ar­metið þris­var á um 15 mín­út­um.

Að lok­um munaði aðeins 69 þúsund­ustu úr sek­úndu á Mercedes­mönn­un­um sem voru næst­um sek­úndu fljót­ari en öku­menn annarra liða.

Þriðja besta tím­an­um náði Car­los Sainz á McLar­en og þeim fjórða Sergio Perez á Rac­ing Po­int. Max Verstapp­en á Red Bull hafði van­ist því að vera í einu af þrem­ur efstu sæt­un­um en nú varð hann aðeins fimmti og aðeins 25 þúsund­ustu úr sek­úndu á und­an liðsfé­laga Sainz, Lando Norr­is.

Í sæt­um sjö til tíu urðu Daniel Ricciar­do á Renault, Lance Stroll á Rac­ing Po­int, Alex Al­bon á Red Bull og Pi­eree Gas­ly á Alpha Tauri.

Fara verður langt aft­ur í tím­an til að finna jafn lak­an ár­ang­ur hjá Ferr­ari og í dag. Liðið hef­ur ekki verið jafn aft­ar­lega á mer­inni svo elstu menn muni. Sebastian Vettel komst ekki áfram úr fyrstu lotu og varð 17. en þátt­töku Char­les Leclercs lauk í ann­arri lotu í 13. sæti. 

Til að bæta gráu ofan á svart hjá Ferr­ari voru all­ir bíl­arn­ir sex með vél frá ít­alska bílsmiðnum falln­ir úr leik þegar ann­arri og næst­síðustu lot­unni í keppn­inni um rá­spól­inn lauk.

Carlos Sainz kemur út úr bílskúr McLaren eftir tímatökuna í …
Car­los Sainz kem­ur út úr bíl­skúr McLar­en eft­ir tíma­tök­una í Monza. AFP
Sebastian Vettel stendur við Parabolica beygjuna og fylgist með lokalotu …
Sebastian Vettel stend­ur við Para­bolica beygj­una og fylg­ist með lokalotu tíma­tök­unn­ar í Monza. Það er Lew­is Hailt­on sem hér ekur fram­hjá. AFP
Lando Norris á McLaren á leið til sjötta sætis í …
Lando Norr­is á McLar­en á leið til sjötta sæt­is í tíma­tök­unni í Monza. AFP
Daniel Ricciardo hjá Renault í lokalotu tímatökunnar í Monca.
Daniel Ricciar­do hjá Renault í lokalotu tíma­tök­unn­ar í Monca. AFP
Langt er síðan Max Verstappen hefur verið jafn aftarlega í …
Langt er síðan Max Verstapp­en hef­ur verið jafn aft­ar­lega í tíma­töku og í Monza. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert