Renault verður Alpine

Táknmerki Alpine bílanna.
Táknmerki Alpine bílanna. AFP

Renault liðið tek­ur nafn­breyt­ingu fyr­ir keppn­is­tíma­bilið  2021 og kennt við sport­bíl­inn Renault Alp­ine. Verður það nefnt Alp­ine F1 team.

Renault staðfesti þetta í morg­un og einnig það að bíl­ar liðsins yrðu í nýj­um lit­um sem byggja myndu á lit­um franska fán­ans, þ.e. blá­um, rauðum og hvít­um.

Alp­ine bíll­inn hef­ur tengst rall­keppni meira en öðrum akst­ursíþrótt­um. Var ákveðið að fara út í þess­ar breyt­ing­ar í til­efni mik­illa breyt­inga á lög­um og regl­um formúl­unn­ar fyr­ir 2022 keppn­istíðina. Von­ast Renault til að eiga reglu­lega menn á verðlaunap­alli.

Öku­menn Alp­ine á næsta ári verða þeir Fern­ando Alon­so og Esteb­an Ocon. Snýr Alon­so öðru sinni aft­ur til liðsins en á Renault­bíl varð hann heims­meist­ari öku­manna árin 2005 og 2006.

Alpine A110 sportbíll.
Alp­ine A110 sport­bíll.
Sýningarsalir Alpine í Boulogne Billancourt við París.
Sýn­ing­ar­sal­ir Alp­ine í Bou­log­ne Bill­ancourt við Par­ís. AFP
Alpine A110
Alp­ine A110
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert