Vettel semur við Aston Martin

Sebastian Vettel í Monza fyrir tæpri viku.
Sebastian Vettel í Monza fyrir tæpri viku. AFP

Sebastian Vettel hef­ur samið um að keppa fyr­ir Ast­on Mart­in liðið á næsta ári og yf­ir­gef­ur hann því Ferr­ari við vertíðarlok.

Sem stend­ur geng­ur nýja lið Vettels und­ir heitiu Rac­ing Po­int en verður kennt við breska úr­vals­bíla­smiðinn Ast­on Mart­in á næsta ári. Brúk­ar það vél­ar frá Mercedes-Benz sem reynst hafa mikl­um mun betri en Ferr­ari­vél­arn­ar í ár.

Sergio Perez til­kynnti í tengsl­um við ráðningu Vettels að hann sjálf­ur yrði ekki leng­ur ökumaður Rac­ing Po­int nema út yf­ir­stand­andi keppn­is­tíma­bil. Stefn­ir þar með allt í að Lance Stroll verði liðsfé­lagi Vettels en hann er samn­ings­bund­inn liðinu um ótil­greind kom­andi ár.

Sergio Perez er á lokavertíð sinni með Racing Point.
Sergio Perez er á loka­vertíð sinni með Rac­ing Po­int. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka