Óstöðvandi sem fyrr

Lewis Hamilton á ferð í tímatökunni í Sotsjí.
Lewis Hamilton á ferð í tímatökunni í Sotsjí. AFP

Lewis Hamilton á Mercedes var í dag óstöðvandi sem fyrr er hann vann keppnina um ráspól rússneska kappakstursins, sem fram fer í Sotsjí við Svartahaf á morgun.

Daniel Ricciardo á Renault og Max Verstappen á Red Bull háðu keppni við ökumenn Mercedes um toppsætin á rásmarkinu í tímatökunni og Sergoi Perez á Racing Point blandaði sér óvænt í þann slag í síðustu atlögu að tíma.

Niðurstaðan var sú að Verstappen komst upp á milli Mercedesmannanna og hefur keppni af öðrum rásstað. Ricciardo varð svo að bíta í það súra epli að sjá Peres skjótast fram á lokasekúndunum.

Hamilton var 0,5 sekúndum fljótari með hringinn en Verstappen sem var 0,1 sekúndu á undan Bottas. Aðeins munaði svo 47 þúsundustu úr sekúndu á Peres og Ricciardo, en þeir voru sekúndu lengur meðhringinn en Hamilton.Í sætum sex til tíu, í þessari röð, urðu Carlos Sainz á McLaren, Esteban Ocon á Renault, Lando Norris á McLaren, Pierre Gasly á AlphaTauri og Alex Albon á Red Bull .

Lewis Hamilton á ferð í tímatökunni í Sotsjí.
Lewis Hamilton á ferð í tímatökunni í Sotsjí. AFP
Lewis Hamilton fagnar niðurstöðunni í tímatökunni í Sotsjí.
Lewis Hamilton fagnar niðurstöðunni í tímatökunni í Sotsjí. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert