Lewis Hailton var að vinna sinn 98. ráspól á ferlinum í formúlu-1 og hefur því Bareinkappaksturinn fremstur á morgun.
Annar varð liðsfélagi hans hjá Mercedes, Valtteri Bottas, og þriðji Max Verstappen á Red Bull.
Með þessari niðurstöðu á Hamilton möguleika á að krækja í sinn hundraðasta ráspól í lokamóti ársins, en tvömót eru eftir vertíðarinnar.
Í sætum fjögur til tíu urðu - í þessari röð - Alex Albon á Red Bull, Sergio Perez á Racing Point, Daniel Ricciardo og Esteban Ocon á Renault, Pierre Gasly á Alphatauri, Lando Norris á McLaren og Daniil Kvyat á Alphatauri.
Ferrari náði ekki í þriðju lotu tímatökunnar en Sebastian Vettel varð ellefti og Charles Leclerc tólfti.