Bottas hreppti raspólinn

Valtteri Bottas setur upp höfuðfat að tímatökunni lokinni.
Valtteri Bottas setur upp höfuðfat að tímatökunni lokinni. AFP

Valtteri Bottas hjá Mercedes hreppti ráspól kappakstursins í Barein í lokalotu tímatökunnar sem var óútreiknanleg og sviptingasöm alveg fram á síðustu sekúndu.

 Annar varð liðsfélagi Bottas, George Russell, en á þeim munaði aðeins 26 þúsundustu úr sekúndu. Þriðja varð svo Max Verstappen hjá Red Bull sem sat í fyrsta sæti eftir fyrri tímahring í lokalotunni.

Svo jöfn og hörð var keppnin að innan við sekúnda skildi að fyrstu 14 ökumennina í fyrstu og annarri umferð lokalotu tímatökunnar, og svo aðeins 0,7 sekúndur á fyrsta og níunda manni í þriðju og síðustu umferðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka