McLarenliðið varð í dag fyrst keppnisliða formúlu-1 til að frumsýna keppnisbíl ársins. Markmið liðsins er að draga Mercedes uppi og til þeirra verka hefur McLaren keypt keppnisvélar í bíla sína - frá Mercedes.
McLaren hefur fengið hinn þrautreynda keppnismann Daniel Ricciardo til sín frá Renault. Auk þess keppir hinn 21 árs gamli Lando Norris fyrir enska liðið, eins og undanfarin tvö ár.
Norris varð í níunda sæti í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna í fyrra en undirbúningur hans fyrir komandi keppnisbíl hefur ekki verið sem skyldi þar sem hann krækti sér í kórónuveiruveikina og dvaldist drjúgan tíma í einangrun.
„Mér leið illa, var grútmáttlaus í nokkrar vikur en hef náð mér að fullu,“is í dag.
Komandi keppnistímabil verður ið 54. í sögu McLaren sem 20 sinnum hefur hampað titli bílsmiða.