Takmarkið að eiga ekki slæma daga

Hulunni svipt af AlphaTauri bílnum og fylgjast ökumennirnir Pierre Gasly …
Hulunni svipt af AlphaTauri bílnum og fylgjast ökumennirnir Pierre Gasly og hinn smávaxni Yuki Tsunoda með.

AlphaTauri, sem eitt sinn hét Minardi og síðar Toro Rosso, frumsýndi keppnisbíl sinn í dag og við það tækifæri sagði liðsstjórinn Gunther Steiner að markmið ársins sé að eiga ekki slæma daga í keppni.

AlphaTauri átti áhugaverða keppnistíð í fyrra þar sem hæst bar sigur franska ökumannsins Pierre Gasly í ítalska kappakstrinum í Monza.

Í keppni liðanna um heimsmeistaratitla formúlunnar gekk öllu verr og skrifast það á misjafna frammistöðu liðsins í mótum ársins. Varð AlphaTauri í sjöunda sæti í keppni bílsmiða sem var undir væntingum. Varð á eftir miðjuhópnum sem samanstóð af McLaren, Racing Point, Renault og Ferrari.

„Til að bæta okkur verðum við að komast hjá endingarvanda í bílnum og klára öll mótin í stigum. Það er því einungis kleift að við gerum engin mistök„ sagði Steiner.

Við frumsýninguna kynnti Steinar nýjan liðsmann, japanska ökumanninn Yuki Tsunoda, sem kemur í stað Rússans Daniil Kvyat.

Bíll AlphaTauri fyrir komandi keppnistíð, 2021..
Bíll AlphaTauri fyrir komandi keppnistíð, 2021..
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert