Ferrari hefur lært lexíu

Ökumenn Ferrari 2021 (f.v.) Carlos Sainz og Charles Leclerc.
Ökumenn Ferrari 2021 (f.v.) Carlos Sainz og Charles Leclerc.

Ferr­ariliðið í formúlu-1 hef­ur dregið lær­dóm af verstu keppn­istíð liðsins í 40 ár að því er for­seti liðsins, John Elk­ann, sagði við af­hjúp­un keppn­is­bíla Ferr­ari fyr­ir 2021-tíðina í dag, SF21-bíl­inn.

At­höfn­in fór fram í bílsmiðju Ferr­ari í Mara­nello á Ítal­íu. Elk­ann sagði 2020-keppn­istíðina að baki en hún væri ekki gleymd held­ur yrði sem nokk­urs kon­ar áhrínis­efni til hvatn­ing­ar um að gera marg­falt bet­ur í ár.

Hafnaði Ferr­ari í sjötta sæti í keppn­inni um heims­meist­ara­titil liðanna og heil­um 442 stig­um á eft­ir Mercedes-liðinu. Keppn­is­stjór­inn Laurent Mekies tók  und­ir með Elk­ann og sagði 2021-tíðina snú­ast um lær­dóm­ana sem liðið dró „af hræðilega erfiðri keppn­istíð 2020.“

Mekies minnti þó á að tækni- og hönn­un­ar­regl­ur bíl­anna hefðu verið meira og minna óbreytt­ar frá í fyrra og þar við bætt­ust nýj­ar fjár­hags­regl­ur sem bundið hafa hend­ur liðanna að miklu leyti.

Char­les Lelerc verður áfram hjá liðinu en nú er Car­los Sainz yngri kom­inn til starfa þar eft­ir keppni með Renault og Honda.

Keppnisbíll Ferrari á formúlutíðinni 2021.
Keppn­is­bíll Ferr­ari á formúlutíðinni 2021.
Keppnisbíll Ferrari á formúlutíðinni 2021.
Keppn­is­bíll Ferr­ari á formúlutíðinni 2021.
Ökumenn og liðsstjórinn við keppnisbíl Ferrari á formúlutíðinni 2021.
Öku­menn og liðsstjór­inn við keppn­is­bíl Ferr­ari á formúlutíðinni 2021.
Keppnisbíll Ferrari á formúlutíðinni 2021.
Keppn­is­bíll Ferr­ari á formúlutíðinni 2021.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka