Vettel á því að geta landað titli

Keppnisbíll Aston Martin á 2021 keppnistíðinni.
Keppnisbíll Aston Martin á 2021 keppnistíðinni.

Sebastian Vettel seg­ist á því að geta unnið heims­meist­ara­titil öku­manna í formúlu-1 í ár. Lét hann þessi orð falla er lið hans, Ast­on Mart­in, sýndi nýja keppn­is­bíla sína í dag.

Vettel keppti með Ferr­ari  und­an­far­in sex ár með ár­angri sem stóð langt und­ir vænt­ing­um og skrifaðist aðallega á getu­leysi skarlats­rauðu keppn­is­fáka liðsins. Hafnaði Vettel í aðeins 13. sæti í keppn­inni um titil öku­manna í fyrra.

Hann vann titil öku­manna fjór­um sinn­um sem liðsmaður Red Bull. Kveðst Vettel, sem er 33 ára, reiðubú­inn að rita nýj­an kapí­tula á íþrótta­ferli sín­um. Hann hef­ur 53 sinn­um staðið á efsta þrepi verðlaunap­alls­ins og hafa ein­ung­is landi hans Mica­el Schumacher og Lew­is Hamilt­on gert bet­ur.

Ast­on Mart­in er komið til leiks að nýju  eft­ir að hafa keppt í formúlu-1 á fyrsta ára­tug íþrótt­ar­inn­ar, síðast árið 1960. Þetta sama lið keppti und­ir merkj­um Rac­ing Po­int í fyrra og hef­ur skipt tíðum um nafn síðustu árin, en þegar það var stofnað hér það Jor­d­an eft­ir hinum enska eig­anda sín­um.

Keppnisbíll Aston Martin á 2021 keppnistíðinni.
Keppn­is­bíll Ast­on Mart­in á 2021 keppn­istíðinni.
Sebastian Vettel ökumaður Aston Martin.
Sebastian Vettel ökumaður Ast­on Mart­in.
Keppnisbíll Aston Martin á 2021 keppnistíðinni.
Keppn­is­bíll Ast­on Mart­in á 2021 keppn­istíðinni.
Lance Stroll verður ökumaður Aston Martin en faðir hans á …
Lance Stroll verður ökumaður Ast­on Mart­in en faðir hans á liðið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka