Fengu ekkert ráðið við Verstappen

Max Verstappen á ferð í tímatökunni í Barein.
Max Verstappen á ferð í tímatökunni í Barein. AFP

Ökumenn Mercedesbílanna fengu ekkert við Max Verstappen hjá Red Bull ráðið í tímatökunni í Barein sem lauk rétt í þessu. Hefur hann því keppni á ráspól á morgun, á undan  Lewis Hamilton og Valtteri Bottas hjá Mercedes.

Tímatakan var mjög dramatísk og úrslitin í fyrstu tveimur lotunum af þremur varð röðin frekar ólíkegt því sem unnendur formúlunnar æáttu að venjast undanfarin ár. Líklegt er að mismunandi dekkjaval hafi ráðið þar um að einhverju leyti.

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu þeir Charles Leclerc á Ferrari, Pierre Gasly á AlphaTauri, Daniel Ricciardo og Lando Norris á McLaren, Carlos Sainz á Ferrari, Frenando Alonso á Alpine og Lance Stroll á Aston Martin.

Niðurstaða tímatökunnar í Barein í heild:

Max Verstappen í tímatökunni í Barein.
Max Verstappen í tímatökunni í Barein. AFP
Max Verstappen vell varinn í Barein.
Max Verstappen vell varinn í Barein. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert