Bottas hraðskreiðastur í Imola

Valtteri Bottas á ferð á æfingunni í Imola.
Valtteri Bottas á ferð á æfingunni í Imola. AFP

Valtteri  Bottas á Mercedes ók hraðast á fyrstu æfingu keppnishelgar Emiliana Romagna kappakstrsins sem fram fer um helgina í Imola-brautinni á Ítalíu. Aðeins 58 þúsundustu úr sekúndu skildu þrjá fyrstu menn að.

Annar varð Lewis Hamiltons liðsfélagi Bottas og munaði aðeins 41 þúsundustu á þeim félögum. Max Verstappen á Red Bull átti þriðja besta tímann sem var 17 þúsundustu lakari en besti hringur Hamiltons.

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu Charles Leclerc á Ferrari, Pierre Gasly á AlpaTauri, Carlos Sainz á Ferrari,  Fernando Alonso á Alpin, Lance Stroll á Aston Martin, Nicholas Latifi á Williams og Daniel Riciardo á McLaren.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka