99. ráspóllinn hjá Hamilton

Lewis Hamilton klifrar upp úr bíl sínum við lok tímatökunnar …
Lewis Hamilton klifrar upp úr bíl sínum við lok tímatökunnar í Imola. AFP

Lew­is Hamilt­on á Mercedes var í þessu að vinna keppn­ina um rá­spól­inn í Imola en þar fer annað mót árs­ins í formúlu-1 fram á morg­un. Blönduðu fimm öku­menn sér í keppn­ina sem var svipt­inga­söm.

Í öðru og þriðja sæti urðu liðsfé­lag­arn­ir Sergio Perez og Max Verstapp­en hjá Red Bull en það varð ekki fyrr en í allra síðustu til­raun að Perez hafði bet­ur. Hafði Verstapp­en virst maður­inn sem aðrir þyrftu að leggja að velli ætluðu þeir sér pól­inn. Það sýn­ir hvað keppn­in um pól­inn var hörð, að bilið milli Hamilt­ons og Perez­ar var aðeins 35 þúsund­ustu úr sek­úndu.

Sá ökumaður sem mest kom á óvart var Lando Norr­is á McLar­en. Var hann þaul­set­inn í efsta sæti allt þar til Hamilt­on mjakaði sér fram úr hon­um sem svaraði 30 þúsund­ustu úr sek­úndu á loka­mín­út­unni. Reynd­ar fór svo að sá tími var strikaður út þar sem Norr­is hafði farið full frjáls­lega gegn­um beygj­ur - eða út fyr­ir þær öllu held­ur.

Fyr­ir utan þrjá fyrstu menn munu sæti fjög­ur til tíu á rásmark­inu á morg­un skip­ast svo - í réttri röð - Pier­re Gas­ly á Alp­haTauri, Daniel Ricciar­do á McLar­en, Lando Norr­is á McLar­en, Valtteri Bottas á Mercedes sem varð 0,487 sek­únd­um leng­ur með hring­inn, Char­les Leclerc á Ferr­ari, Esteb­an Ocon á Alp­ine og Lance Stroll á Ast­on Mart­in.

Ökumenn Red Bull, Max Verstappen t.v. og Sergio Perez til …
Öku­menn Red Bull, Max Verstapp­en t.v. og Sergio Perez til hægri ræðast við eft­ir tíma­tök­una í Imola. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert