Valtteri Bottas á Mercedes átti hraðasta hring dagsins á tveimur æfingum fyrir portúgalska kappaksturinn í formúlu-1 í Portimao.
Topptímann setti hann á fyrri æfingunni en Lewis Hamilton liðsfélagi hans ók hraðast á seinni æfingunni.Bottas ók á 1:19,648 mín.
Besti hringur Hamiltons á seinni æfingunni mældist 1:19,837 mínútur og næstur kom Max Verstappen á 1:19,980 mín. Kunnugleg staða og þriðja sætið líka en í því varð Valtteri Bottas á 1:20,181 mín. CArlos Sainz á Ferrari varð fjórði.
Eftir æfinguna lét Hamilton kynþáttafordóma á netinu til sín taka og sagðist myndu sniðganga helstu netmiðlana og netsamfélögin um helgina. Taka íþróttamenn og samtök þeirra um heim allan þátt í mótmælunum.
„Hjáseta leysir kannski ekki vandann á einu bretti þá verðum við samt að krefjast breytinga þegar þörf gerist, jafnvel þótt það virðist gjörningur,“ skrifaði Hamilton á Instagram síðu sína sem 22 milljónir manna eru áskrifendur að.
Um kappakstur helgarinnar sagðist hann búast við mikilli rimmu við ökumenn Red Bull. „Við virðumst allir frekar jafnir, ég held þetta verði knappt allt saman.“
Gengi ökumanna Alpine á æfingum dagsins vakti athygli og virðast þeir ætla blanda sér í keppi um toppsætin. Átti Fernando Alonso fimmta besta tímann og Estebann Ocon þann sjötta besta.