Hamilton aldrei í vandræðum

Tæknimenn Hamiltons fagna honum á endamarkinu í Portimaobrautinni í Portúgal.
Tæknimenn Hamiltons fagna honum á endamarkinu í Portimaobrautinni í Portúgal. AFP

Lewis Hamilton virðist ósigrandi eftir kapppasturinn í Portúgal því sama er hvaða mótlæti hann lendir í vinnur hann sig aftur fram úr því. Með sigri vann hann sit 97. mót á ferlinum í formúlu-1.

Hamilton lagði grunninn að sigrinum með tveimur mikilvægum framúraksturstilraunum sem gengu upp hjá honum. Fyrst gegn Max Verstappen á Red Bull og síðar gegn liðsfélaga sínum Valtteri Bottas.

Bottas hóf keppni af ráspól og hafði forystu fyrsta fjórðung kappakstursins er Hamilton notfærði sér að mega minnka loftmótstöðu til að draga Bottas smám saman uppi og mjaka sér loks fram fyrir.

Bottas gat ekki nýtt góðan  árangur í tímatökunum í gær því einnig kom að því að Verstappen  fékk einnig tækifæri til framúraksturs sem hann sleppti ekki úr hendi.

Kappaksturinn nær út í gegn ríkti spenna um hver röðin á verðlaunapallinum yrði en þrátt fyrir tilraunir breyttist hún á endanum ekki neitt. 

Á síðustu þremur mínútum gerðu þrír ökumenn tilkalls til aukastigsins sem er í boði fyrir hraðast hring kappakstursins. Fyrstur til þess varð Sergio Pererz á Red Bull og stuttu seinna gerðu Bottas og Verstappen einnig atlögu. Ók Verstappen þeirra hraðast en var sviptur stiginu fyrir að hafa farið út fyrir brautina í atlögu sinni.

Lewis Hamilton á leið til sigurs í Portimao í Portúgal …
Lewis Hamilton á leið til sigurs í Portimao í Portúgal í dag. AFP
Mercedesmennirnir á verðlaunapallinum í Portimao í dag, Lewis Hamilton til …
Mercedesmennirnir á verðlaunapallinum í Portimao í dag, Lewis Hamilton til hægri en Valtteri Bottas er kominn á sitt þrep. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert