Hamilton sneri taflinu við

Lewis Hamilton á blaðamannafundi í Barcelona í dag.
Lewis Hamilton á blaðamannafundi í Barcelona í dag. AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes sat í efsta sætinu eftir seinni æfingu dagsins í Barcelona. Annar varð liðsfélagi hans Valtter Bottas og þriðji Charles Leclerc á Ferrari.

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð urðu Esteban Ocon og Fernando Alonso á Alpine, Pierre Gasly og Tsuni Tsunoda á Alpha Tauri, Carlos Sainz á Ferrari, og loks Max Verstappen og Sergei Perez á Red Bull.

Æfingin var nokkuð jöfn en aðeins skildu 0,7 sekúndur fyrsta sætið og það tíunda að.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert