Lewis Hamilton á Mercedes var í þessu að vinna ráspól kappakstursins í Barcelona og er það hundraðasti póll hans á 15 ára ferli í formúlu-1.
Annar varð Max Verstappen á Red Bull og þriðji Valteri Bottas á Mercedes en slagurinn um pólinn var tvísýnn og spennandi tímatökuna út í gegn
Á þeim Hamilton og Verstappen munaði aðeins 36 þúsundustu úr sekúndu og Bottas var aðeins 0,1 sekúndu á eftir liðsfélaga sínum.
Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu Charles Leclerc á Ferrari, Esteban Ocon á Alpine, Carlos Sainz á Ferrari, Daniel Ricciardo á McLaren, Sergio Peres á Red Bull, Lando Morris á McLaren og Fernando Alonso á Alpine.