Max fljótastur á lokaæfingunni

Max Verstappen á ferð í Barcelona í dag. Honum er …
Max Verstappen á ferð í Barcelona í dag. Honum er gjarnt á að sækja útfyrir brautir þrátt fyrir að hafa verið refsað fyrir það ítrekað. AFP

Max Verstappen á Red Bull var hraðskreiðastur á lokaæfingunni fyrir Spánarkappaksturinn sem lauk í þessu í Barcelona.

Verstappen var rúmlega 0,2 sekúndum fljótari en Lewis Hamilton á Mercedes og hálfri á undan Charles Leclerc á Ferrari sem átti þriðja besta hringinn.

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu Carlos Sainz á Ferrari, Valtteri Bottas á Mercedes, Lando Norris á McLaren, Pierre Ghasly á AlphaTori, Daniel Ricciardo á McLaren, Kimi Räikkönen á Alfa Romeo og Sergio Perez á Red Bull.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert