Ökumenn Red Bull á toppnum

Sergio Perez ekur í Bakú í dag.
Sergio Perez ekur í Bakú í dag. AFP

Sergio Perez ók hraðast á seinni æfingu dagsins í Bakú í Azerbajshan og liðsfélagi hans hjá Red Bull, Max Verstappen, næsthraðast. Lewis Hamilton hjá Mercedes varð aðeins ellefti á seinni æfingunni og sjöundi á þeirri fyrri.

Á fyrri æfingunni var Verstappen fljótastur sem bendir til að ökumenn Red Bull verði harðir í horn að taka í Bakú um helgina. Og helst að það verði ökumenn Ferrari sem ógni Red Bull því annar varð Charles Leclerc og þriðji liðsfélagi hans Carlos Sainz á fyrri æfingunni en Seinz hélt því sæti einnig á seinni æfingunni. Á þeim Verstappen og Leclerc munaði aðeins 43 þúsundustu úr sekúndu.

Í sætum fjögur til tíu á fyrri æfingunni urðu Sergio Perez á Red Bull, Daniel Ricciardo á McLaren, Pierre Gasly á AlphaTauri, Lewis Hamilton á Mercedes, Lando Norris á McLaren, Fernando Alonso á Alpine og Valtteri Bottas á  Mercedes.

Besti tími Verstappen var 1:43,184 mínútur en Perez var ögn fljótari á seinni æfingunni og hreppti toppsætið með 1:42,115 mínútna hring og munaði 0,1 sekúndu á félögunum. Sainz var svo 28 hundruðustu úr sekúndu á eftir Verstappen í þriðja sæti.

Eftir æfinguna sagðist Perez loksins hafa lært á bílinn og var bjartsýnn á framhaldið. Í sætum fjögur til tíu á seinni æfingunni urðu Leclerc, Gasly, Alonso, Antonio Giovinazzi á Alfa Romeo, Norris, Esteban Ocon á Alpine og Yuki Tsunoda á AlphaTauri sem var sekúndu lengur með hringinn í Bakú en Pererz.

Sergio Perez ekur í Bakú í dag.
Sergio Perez ekur í Bakú í dag. AFP
Sergio Perez ekur í Bakú í dag.
Sergio Perez ekur í Bakú í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert