Leclerc aftur á ráspól

Charles Leclerc fagnar ráspólnum annað mótið í röð og um …
Charles Leclerc fagnar ráspólnum annað mótið í röð og um leið annað sinn á ferlinum. AFP

Charles Leclerc á Ferrari var í þessu að vinna afar sviptingasama og atburðaríkrar tímatöku kappakstursins í Bakú, höfuðstað Aserbajsjan. Annar varð óvænt Lewis Hamilton á Mercedes og þriðji sá er líklegastur þótti til að vinna ráspólinn, Max Verstappen á Red Bull.

Hvert óhappið rak annað tímatökuna út í gegn er ökumenn misstu vald á bíl sínum og höfnuðu á öryggisvegg. Margsinnis varð að stöðva tímatökuna meðan klesstir bílar voru fjarlægði  og skeinuhætt koltrefja brot hreinsuð upp. Hafði það sérstök áhrif á niðurstöðuna þegar ökumenn höfnuðu á vegg, flestir í sömu beygju, og of lítið eftir til að gera nýja tímatilraun þegar opnað var aftur fyrir akstur.

Ökumenn McLaren virtust eiga erfitt með að ná góðu valdi á bílunum og stefndi allt í að þeir yrðu aftarlega. En sem sönnum heimsmeistara sæmir náði Hamilton tökum á sínum fák og þá var ekki að sökum að spyrja, hann blandaði sér í  áttu slaginn um pólinn undir lokin og hafnaði í öðru sæti sem fyrr segir. Liðsfélagi hans Valtteri Bottas tókst ekki að hrista af sér slenið og var meðal klessukeyrara en hann hefur keppni af tíunda rásstað á morgun. 

Ökumenn Red Bull drottnuðu æfingarnar í gær og morgun og voru sigurstranglegastir sem dugði tæpt þegar í stórátökin var komið. Misheppnaðist hjá þeim tilraun í lokin til að brúka kjölsog bílanna til að fleyta þeim í toppsætin. Það fór í vaskinn við enn eina ákeyrsluna á öryggisvegginn er keppnin var blásin af.

Í sætum fjögur til tíu urðu - í þessari röð - Pierre Gazly á AlphaTuri, Carlos Sainz á Ferrari, Lando Norris á McLaren, Sergio Perez á Red Bull, Yuki Tsunoda á AlphaTuri, Fernando Alonso á Alpine og Valtteri Bottas á Marcedes.

Lewis Hamilton (t.v.) og Charles Leclerc spjalla saman eftir tímatökuna …
Lewis Hamilton (t.v.) og Charles Leclerc spjalla saman eftir tímatökuna í Bakú. AFP
Max Verstappen var ekki með hýrri há eftir tímatökuna í …
Max Verstappen var ekki með hýrri há eftir tímatökuna í Bakú. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka