Verstappen tók franska pólinn

Max Verstappen á leið til ráspólsins í Paul-Ricard brautinnni við …
Max Verstappen á leið til ráspólsins í Paul-Ricard brautinnni við Castellet. AFP

Max Verstappen á Red Bull var í þessu að vinna ráspól franska kappakstursins í Paul Ricardbrautinni við Le Castellet við Miðjarðarhafsströnd Frakklands. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og liðsfélagi hans Valtteri Bottas þriðji.

Sergio Perez liðsfélagi Verstappen vann fjórða rásstaðinn og stefnir því í hreinan slag topliðanna tveggja, Mercedes og Red Bull.

Í sætum fimm til 10 - í þessari röð - urðu Carlos Sainz á Ferrari, Pierre Gasly á AlphaTauri, Charles Leclerc á Ferrari, Lando Norris á McLaren, Ferando Alonso á Alpine og Daniel Ricciardo á McLaren.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka