Toppaði báðar æfingarnar

Max Verstappen á seinni æfingu dagsins í Spielberg í Austurríki.
Max Verstappen á seinni æfingu dagsins í Spielberg í Austurríki. AFP

Max Verstappen á Red Bull ók hraðast á báðum æfingum austurríska kappakstursins í Steyrufjöllum 

Á seinni æfingunni varð Daniel Ricciardo á McLaren annar og Esteban Ocon á Albon þriðji, báðir 0,3 sekúndum á eftir Verstappen. Fjórða besta tímann átti heimsmeistarinn Lewis  Hamilton á Mercedes og fimmti Fernando Alonso á Alpine.

Á fyrri æfingunni varð Pierre Gasly á AlphaTauri 0,2 sekúndum á eftir og Lewis Hamilton þriðji 0,4 sekúndum á eftir. Valtteri Bottas var 54 þúsundustu ú sekúndu á eftir Hamilton í fjórða sæti. Fimmti og aðeins 11 þúsundustu þar á eftir varð Yuki Tsunoda á AlphaTauri

Útlit ætti því að vera fyrir jafna og harða keppni þegar í slaginn um ráspólinn kemur á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka