Toppaði báðar æfingarnar

Max Verstappen á seinni æfingu dagsins í Spielberg í Austurríki.
Max Verstappen á seinni æfingu dagsins í Spielberg í Austurríki. AFP

Max Verstapp­en á Red Bull ók hraðast á báðum æf­ing­um aust­ur­ríska kapp­akst­urs­ins í Steyru­fjöll­um 

Á seinni æf­ing­unni varð Daniel Ricciar­do á McLar­en ann­ar og Esteb­an Ocon á Al­bon þriðji, báðir 0,3 sek­únd­um á eft­ir Verstapp­en. Fjórða besta tím­ann átti heims­meist­ar­inn Lew­is  Hamilt­on á Mercedes og fimmti Fern­ando Alon­so á Alp­ine.

Á fyrri æf­ing­unni varð Pier­re Gas­ly á Alp­haTauri 0,2 sek­únd­um á eft­ir og Lew­is Hamilt­on þriðji 0,4 sek­únd­um á eft­ir. Valtteri Bottas var 54 þúsund­ustu ú sek­úndu á eft­ir Hamilt­on í fjórða sæti. Fimmti og aðeins 11 þúsund­ustu þar á eft­ir varð Yuki Tsunoda á Alp­haTauri

Útlit ætti því að vera fyr­ir jafna og harða keppni þegar í slag­inn um rá­spól­inn kem­ur á morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert