Verstappen vann sprettinn

Fernando Alonso (t.v.) rétt á undan Lando Norris í harðri …
Fernando Alonso (t.v.) rétt á undan Lando Norris í harðri stöðubaráttu í Silverstone í dag. AFP

Max Verstappen á Red Bull fór með sigur af hólmi í kappspretti breska kappakstursins í formúlu-1 í Silverstone í dag.

Um er a ræða nýjung í mótum formúlunnar en spretturinn var 100 km langur, eða sem svarar þriðjungi keppnislengdar.

Í öðru sæti og 1,4 sekúndum á eftir varð Lewis Hamilton á Mercedes og liðsfélagi hans Valtteri Bottas varð þriðji.

Verstappen sagði tilfinninguna í kappsprettinum hafa verið undarlega, en röð keppenda í mark ákvarðar rásröð breska kappakstursins á morgun. Hamilton hóf sprettinn á ráspól en hann varð hlutskarpastur í tímatöku hans í gær.

Í sætum fjögur til tíu í kappakstri dagsins og þar með í sömu sætum á rasmarkinu á morgun, urðu Charles Leclerc á  Ferrari, Lando Norris  McLaren, Daniel Ricciardo McLaren, Fernando Alonso á  Alpine, Sebastian Vettel á Aston Martin, George Russell á Williams og Esteban Ocon á Alpine.

Max Verstappen á leið til sigurs í Silverstone í dag.
Max Verstappen á leið til sigurs í Silverstone í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert