Verstappen vann sprettinn

Fernando Alonso (t.v.) rétt á undan Lando Norris í harðri …
Fernando Alonso (t.v.) rétt á undan Lando Norris í harðri stöðubaráttu í Silverstone í dag. AFP

Max Verstapp­en á Red Bull fór með sig­ur af hólmi í kapp­spretti breska kapp­akst­urs­ins í formúlu-1 í Sil­verst­one í dag.

Um er a ræða nýj­ung í mót­um formúl­unn­ar en sprett­ur­inn var 100 km lang­ur, eða sem svar­ar þriðjungi keppn­is­lengd­ar.

Í öðru sæti og 1,4 sek­únd­um á eft­ir varð Lew­is Hamilt­on á Mercedes og liðsfé­lagi hans Valtteri Bottas varð þriðji.

Verstapp­en sagði til­finn­ing­una í kapp­sprett­in­um hafa verið und­ar­lega, en röð kepp­enda í mark ákv­arðar rás­röð breska kapp­akst­urs­ins á morg­un. Hamilt­on hóf sprett­inn á rá­spól en hann varð hlut­skarp­ast­ur í tíma­töku hans í gær.

Í sæt­um fjög­ur til tíu í kapp­akstri dags­ins og þar með í sömu sæt­um á rasmark­inu á morg­un, urðu Char­les Leclerc á  Ferr­ari, Lando Norr­is  McLar­en, Daniel Ricciar­do McLar­en, Fern­ando Alon­so á  Alp­ine, Sebastian Vettel á Ast­on Mart­in, Geor­ge Rus­sell á Williams og Esteb­an Ocon á Alp­ine.

Max Verstappen á leið til sigurs í Silverstone í dag.
Max Verstapp­en á leið til sig­urs í Sil­verst­one í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert