Hamilton vann á heimavelli

Lewis Hamilton með sigurlaun sín í Silverstone í dag.
Lewis Hamilton með sigurlaun sín í Silverstone í dag. AFP

Lewis Hamilton á Mercedes vann breska kappaksturinn á heimavelli sínum í Silverstone. Stangaði hann Max Verstappen á Red Bull út úr brautinni á fyrsta hring og var refsað fyrir en hélt þó sigrinum.

Í öðru sæti varð Charles Leclerc á Ferrari og þriðji Valtteri Bottas á Mercedes.

Þetta var í áttunda sinn sem Hamilton vinnur breska kappaksturinn. Náði hann fyrst forystu í keppakstrinum þegar aðeins þrír hringir voru eftir.

Í fjórða  og fimmta sæti urðu McLareinmennirnir Lando Norris og Daniel Ricciardo, sjötti Carlos Sainz á Ferrari, sjöundi Fernando Alonso á Alpine, áttundi Lance Stroll á Aston Martin,  níundi Esteban Ocon á Alpine og tíundi Yuki Tsunoda á AlphaTauri 

Stemmning var góð í Silverstone í dag:
Stemmning var góð í Silverstone í dag: AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka