Ocon vann jómfrúrsigur

Esteban Ocon fagnar sigri í Búdapest.
Esteban Ocon fagnar sigri í Búdapest. AFP

Franski ökumaður­inn Esteb­an Ocon á franska Alp­ine bíln­um var í þessu að vinna glæsi­leg­an sig­ur í ung­verska kapp­akstr­in­um í formúlu-1. Var það fyrsti sig­ur sem hann vinn­ur í íþrótt­inni.

Kapp­akst­ur­inn  var drama­tísk­ur vegna hópárekst­urs í fyrstu beygju en þar lauk keppni fimm manns en meðal bíla sem óku aft­ur af stað eft­ir hálf­tíma hlé var Red Bull bíll Max Verstapp­en en vegna tjóns var hann límd­ur hér og þar á yf­ir­bygg­ing­unni með sterku lím­bandi til að hann hengi sam­an í keppn­inni.

Furðuleg staða kom upp er hefja skyldi keppni að nýju. Úrkoma var hætt og fóru því all­ir öku­menn inn að bíl­skúr­un­um í lok upp­hit­un­ar­hrings­ins og skiptu yfir á þurr­dekk. Nema Lew­is Hamilt­on vegna sér­kenni­legr­ar yf­ir­sjón­ar Marcedesliðsins. Var Hamilt­on eini bíll­inn á rásmark­inu í ræs­ing­unni og leiðrétti hann mis­tök­in fljót­lega og skipti yfir á þurr­dekk. Var hann þá allt í einu síðast­ur en dró jafnt og þétt á keppi­naut­ana með vel­heppnuðu stöðuvali og dekkja­taktík og varð þriðji. Besti kafli kapp­akst­urs­ins voru um 20 síðustu hring­irn­ir er þeir Fern­ando Alon­so á Alp­ine slóg­ust grimmi­lega en virðulega. Tefldu djarft eins og marg­föld­um heims­meist­ur­um sæm­ir og laus­ir við ljót­an akst­ur.

Í öðru sæti varð Sebastian Vettel á Ast­on Mart­in og Hamilt­on tók  þriðja sætið af Car­los Sainz þegar um fimm hring­ir voru eft­ir. Varð Spán­verj­inn fjórði og varðist at­lög­um landa síns Fern­ando Alon­so á Alp­ine á loka­hringj­un­um.

Varð Alon­so fimmti og í sæt­um sex til tíu urðu Pier­re Gas­ly og Yuky Tsunoda á Alp­haTauri,  Nicholas Laffiti og­Georg Rus­sel á Williams og Max Verstapp­en á Red Bull.

Esteban Ocon fagnar jómfrúrsigri sínum á verðlaunapallinum í Búdapest.
Esteb­an Ocon fagn­ar jóm­frúr­sigri sín­um á verðlaunap­all­in­um í Búdapest. AFP
Esteban Ocon fagnar jómfrúrsigri sínum í Búdapest.
Esteb­an Ocon fagn­ar jóm­frúr­sigri sín­um í Búdapest. AFP
Ocon með tvo heimsmeistara sér við hlið á pallinum í …
Ocon með tvo heims­meist­ara sér við hlið á pall­in­um í Búdapest. Sebastian Vettel til vinstri og Lew­is Hamilt­on til hægri. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert