Ocon vann jómfrúrsigur

Esteban Ocon fagnar sigri í Búdapest.
Esteban Ocon fagnar sigri í Búdapest. AFP

Franski ökumaðurinn Esteban Ocon á franska Alpine bílnum var í þessu að vinna glæsilegan sigur í ungverska kappakstrinum í formúlu-1. Var það fyrsti sigur sem hann vinnur í íþróttinni.

Kappaksturinn  var dramatískur vegna hópáreksturs í fyrstu beygju en þar lauk keppni fimm manns en meðal bíla sem óku aftur af stað eftir hálftíma hlé var Red Bull bíll Max Verstappen en vegna tjóns var hann límdur hér og þar á yfirbyggingunni með sterku límbandi til að hann hengi saman í keppninni.

Furðuleg staða kom upp er hefja skyldi keppni að nýju. Úrkoma var hætt og fóru því allir ökumenn inn að bílskúrunum í lok upphitunarhringsins og skiptu yfir á þurrdekk. Nema Lewis Hamilton vegna sérkennilegrar yfirsjónar Marcedesliðsins. Var Hamilton eini bíllinn á rásmarkinu í ræsingunni og leiðrétti hann mistökin fljótlega og skipti yfir á þurrdekk. Var hann þá allt í einu síðastur en dró jafnt og þétt á keppinautana með velheppnuðu stöðuvali og dekkjataktík og varð þriðji. Besti kafli kappakstursins voru um 20 síðustu hringirnir er þeir Fernando Alonso á Alpine slógust grimmilega en virðulega. Tefldu djarft eins og margföldum heimsmeisturum sæmir og lausir við ljótan akstur.

Í öðru sæti varð Sebastian Vettel á Aston Martin og Hamilton tók  þriðja sætið af Carlos Sainz þegar um fimm hringir voru eftir. Varð Spánverjinn fjórði og varðist atlögum landa síns Fernando Alonso á Alpine á lokahringjunum.

Varð Alonso fimmti og í sætum sex til tíu urðu Pierre Gasly og Yuky Tsunoda á AlphaTauri,  Nicholas Laffiti ogGeorg Russel á Williams og Max Verstappen á Red Bull.

Esteban Ocon fagnar jómfrúrsigri sínum á verðlaunapallinum í Búdapest.
Esteban Ocon fagnar jómfrúrsigri sínum á verðlaunapallinum í Búdapest. AFP
Esteban Ocon fagnar jómfrúrsigri sínum í Búdapest.
Esteban Ocon fagnar jómfrúrsigri sínum í Búdapest. AFP
Ocon með tvo heimsmeistara sér við hlið á pallinum í …
Ocon með tvo heimsmeistara sér við hlið á pallinum í Búdapest. Sebastian Vettel til vinstri og Lewis Hamilton til hægri. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka