„Okkar samband hefur aldrei verið betra“

Þeir aka fyrir McLaren í ár, f.v. Lando Norris og …
Þeir aka fyrir McLaren í ár, f.v. Lando Norris og t.h. Daniel Ricciardo. AFP

Zak Brown, fram­kvæmda­stjóri McLar­en liðsins í Formúlu 1, seg­ir að sam­band hans og ökuþórs­ins Daniel Ricciar­do hafi aldrei verið betra.

Brown sagði fyrr í mánuðinum að hvorki hann né liðið væri að ná þeim ár­angri sem þeir vonuðust eft­ir eft­ir slak­an ár­ang­ur Ástr­al­ans á yf­ir­stand­andi og síðasta tíma­bili.

Ricciar­do á eitt ár eft­ir af samn­ingi sín­um hjá McLar­en og framtíð hans er enn óráðin en Brown seg­ir að þeir fé­lag­arn­ir eigi gott sam­band.

„Nei, alls ekki,“ sagði Brown aðspurður um hvort sam­band þeirra hafi súrnað eft­ir viðtalið fyrr í mánuðinum. „Við eig­um gott sam­band og átum kvöld­verð sam­an í Lund­ún­um fyr­ir tveim­ur vik­um síðan.

„Við eig­um góðar stund­ir sam­an og njót­um þess að keppa sam­an svo sam­band okk­ar hef­ur aldrei verið betra,“ bætti Brown við fyr­ir Kanadíska kapp­akst­ur­inn um síðustu helgi.

„Ég var spurður út í þetta og svaraði í hrein­skilni. Ég held að Daniel hafi sagt það sama; við erum hérna til að reyna að skara fram úr. Við höf­um átt frá­bær­ar helg­ar sam­an eins og í Monza, og svo nokkr­ar helg­ar sem enduðu með von­brigðum. Ég held að við höf­um ekki gefið öku­mönn­un­um okk­ar bíl sem get­ur verið fremst reglu­lega, svo við þurf­um að gera það.“

„Við eig­um frá­bært sam­band, og ég svaraði bara spurn­ing­unni í hrein­skilni og sagði að gengið gæti verið betra, en við ætl­um að leggja mikið á okk­ur og sjá til þess að þeim gangi bet­ur í framtíðinni,“ sagði Brown að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert