Formúla 1 var að staðfesta rétt í þessu að keppt verður í kappakstri í Belgíu tímabilið 2023.
Framtíð belgíska kappakstursins hafði verið í hættu á undanförnum mánuðum en samningurinn við Formúlu 1 var að renna út í lok árs.
Suður-Afríka taldist líklegasti áfangastaðurinn til að koma í stað belgíska kappakstursins á Spa-brautinni á næsta ári.
Nú er talið að 2023 sé ekki æskilegur tími fyrir kappakstur á Kyalami-brautinni sem þýðir að áfram verður keppt í Belgíu til að minnsta kosti 2023.