Byrjar fremstur og getur tryggt sér titilinn

Verstappen fagnar ráspólnum í morgun.
Verstappen fagnar ráspólnum í morgun. AFP/Toshifumi Kitamura

Hol­lend­ing­ur­inn Max Verstapp­en byrj­ar á rá­spól í Formúlu 1 kapp­akstr­in­um í Jap­an í fyrra­málið. 

Verstapp­en náði besta tím­an­um í tíma­tök­unni snemma í morg­un en á tíma­bili leit út fyr­ir að hann myndi fá refs­ingu vegna at­viks á milli hans og Lando Norr­is sem hefði þá fært hann aft­ar í röðina. Verstapp­en fékk þó bara aðvör­un svo hann held­ur sæti sínu á rá­spóln­um.

Char­les Leclerc og Car­los Sainz, öku­menn Ferr­ari, munu ræsa fyr­ir aft­an Verstapp­en og Sergio Pér­ez, liðsfé­lagi Verstapp­en, ræs­ir fjórði. Leclerc er ann­ar í keppn­inni um heims­meist­ara­titil­inn.

Lew­is Hamilt­on náði 6. besta tím­an­um á Mercedes bíl sín­um en McLar­en-öku­menn­irn­ir Lando Norr­is og Daniel Ricciar­do voru í vand­ræðum og ræsa 10. og 11.

Til að tryggja sér heims­meist­ara­titil­inn í fyrra­málið þarf Verstapp­en að ná 8 stig­um meira en Leclerc og 6 stig­um meira en Pér­ez. Fari það svo að hann vinni kapp­akst­ur­inn og keyri hraðasta hring­inn, er hann orðinn heims­meist­ari óháð því hvað keppi­naut­arn­ir gera.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert