Frakkinn leysir Alonso af hólmi

Gasly verður í eldlínunni fyrir Alpha Tauri í Japan-kappakstrinum í …
Gasly verður í eldlínunni fyrir Alpha Tauri í Japan-kappakstrinum í fyrra málið. AFP/Toshifumi Kitamura

Frakk­inn Pier­re Gas­ly mun aka fyr­ir Alp­ine-liðið í Formúlu 1 frá og með næsta tíma­bili. Mun hann fylla skarð fyrr­ver­andi heims­meist­ar­ans Fern­ando Alon­so sem yf­ir­gaf liðið fyr­ir Ast­on Mart­in.

Gas­ly hef­ur gert það gott fyr­ir Alpha Tauri liðið und­an­far­in ár auk þess að aka fyr­ir Red Bull í smá tíma. Hann mun nú róa á önn­ur mið og ganga til liðs við Alp­ine.

Upp­haf­lega vildi Alp­ine fá Ástr­al­ann Oscar Pi­astri til að leysa Alon­so af hólmi en Pi­astri valdi að fara frek­ar til McLar­en. Hann hafði áður verið vara ökumaður Alp­ine en hann vann Formúlu 2 árið 2021.

Til að leysa Gas­ly af hólmi hef­ur Alpha Tauri fengið ann­an fyrr­ver­andi Formúlu 2 meist­ara, Hol­lend­ing­inn Nyck de Vries. Hann vann Formúlu 2 árið 2019 og fær nú sitt fyrsta fasta sæti í Formúlu 1 en hann hef­ur verið varamaður fyr­ir Williams í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert