Liðsfélaginn skákaði heimsmeistaranum

Sergio Pérez fær sér verðskuldaðan kampavínssopa.
Sergio Pérez fær sér verðskuldaðan kampavínssopa. AFP/Giuseppe Cacace

Serio Pérez á Red Bull fagnaði sigri í Aserbaídsjankappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Hann kom á undan liðsfélaga sínum og heimsmeistaranum Max Verstappen í mark, en Verstappen varð að gera sér að góðu annað sætið.

Charles Leclerc á Ferrari, sem var á ráspól í dag, endaði þriðji og Fernando Alonso á Aston Martin varð í fjórða sæti. Liðsfélagi Leclerc, Carlos Sainz, endaði í fimmta sæti.

Þrátt fyrir úrslitin er Verstappen enn í forystu í keppninni um heimsmeistaratitilinn. Hollendingurinn er með 93 stig, sex stigum meira en Pérez. Alonso er þriðji með 60 stig.

Brautin í Baku er sérlega skemmtileg.
Brautin í Baku er sérlega skemmtileg. AFP/Natalia Kolesnikova
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert